Fyrstu deildar lið Fjölnis hefur framlengt samningum sína við þá Viktor Mána Steffensen og Rafn Kristján Kristjánsson og munu þeir báðir leika með liðinu á komandi tímabili. Fjölnir hafnaði í 7. sæti fyrstu deildarinnar á síðasta tímabili, en datt út gegn Vestra í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Tilkynning:
Þeir félagarnir Rafn og Viktor Máni kvittuðu undir samning á dögunum um að spila með Fjölni á ný á næstu leiktíð.