Snæfell heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin á komandi tímabili í Dominos deildinni. Í dag skrifuðu bakverðirnir Viktor Marínó Alexanderson og Andrée Michelsson báðir undir eins árs samning. Viktor var á mála hjá félaginu í fyrra og skilaði af sér fínu tímabili. Skoraði 5 stig að meðaltali í leik. Andrée er að leika í fyrsta skipti á Íslandi, en hann er hálf sænskur. Var á síðasta tímabili í sænsku deildinni með Malbas frá Malmö, en þó hann hafi komið minna við sögu með aðalliði félagsins skilaði hann flottu tímabili með u19 liði þess. Skoraði 15 stig, tók 4 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að meðaltali í leik þar.