Garðbæingurinn Viktor Jónas Lúðvíksson samdi síðastliðið sumar við Munster í þýsku b deildinni, en hann hafði verið á mála hjá Stjörnunni upp yngri flokka og með meistaraflokki þeirra á síðasta tímabili. Þá hefur hann einnig verið einn af burðarásum þeirra yngri landsliða sem hann hefur verið í fyrir Íslands hönd.
Viktor er 17 ára síðan nú í sumar og því ekki að ætla að hann myndi ganga beint inn í meistaraflokk félagsins, en eins og sjá má hér fyrir neðan er hann vel kominn af stað með unglingaflokki þeirra.
Í gær laut liðið í lægra haldi gegn einu af sterkari liðum Þýskalands Alba Berlin eftir framlengdan leik, 91-85. Viktor var besti leikmaður vallarins í leiknum með 31 stig, 16 fráköst og 3 varin skot. Þá átti hann einnig skotið sem tryggði Munster framlengingu undir lok venjulegs leiktíma, 79-79, en það má sjá hér fyrir neðan.