Höttur hafði betur gegn Njarðvík í æfingaleik í Ljónagryfjunni í dag, 76-85, en bæði lið undirbúa sig þessa dagana fyrir upphaf Bónus deildarinnar komandi mánaðarmót. Leikur dagsins var nokkuð kaflaskiptur, þar sem gestirnir voru sterkari aðilinn í upphafi áður en Njarðvík náði góðum tökum á leiknum undir lok fyrri hálfleiks. Þökk sé góðum endasprett náði Höttur þó að tryggja sér sigurinn, 76-85.
Stigahæstur í lið Njarðvíkur var Dominykas Milka með 24 stig. Honum næstur var Dwayne Lautier með 16 stig. Fyrir Hött var Courvoisier McCauley stigahæstur með 23 stig og Adam Eiður Ásgeirsson bætti við 14 stigum.
Myndasafn (Gunnar Jónatans)
Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]