spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaViðtöl: Hamars menn standa með Kinu - Segja nei við rasisma

Viðtöl: Hamars menn standa með Kinu – Segja nei við rasisma

Í síðustu viku átti sér stað ljótt atvik í leik Hamars og Sindra á Höfn í Hornafirði þegar áhorfandi lét hatursfull orð falla í garð leikmanns Hamars, Kinu Rochford. Um kynþáttaníð var að ræða og hefur mikil umræða átt sér stað í vikunni um málið.

Til að sýna liðsfélaga sínum stuðning og til að taka afdráttarlausa afstöðu gegn kynþáttafordómum klæddust leikmenn og þjálfarar Hamars bolum sem á stóð “No to racism” (Nei við rasisma) fyrir leik gegn Álftanesi í gær. Var þetta einföld en á sama tíma mjög kraftmikil leið hjá liðinu til að standa við bakið á Kinu Rochford og tjá skoðun þess á kynþáttafordómum.

Máté Dalmay, þjálfari Hamars, og Everage Richardson, leikmaður Hamars, tjáðu sig lítillega um atvikið og bolina í viðtölum eftir leik.

Umfjöllun / Jóhannes Helgason

Fréttir
- Auglýsing -