spot_img
HomeFréttirViðtal: Ítalirnir vilja Kristinn út

Viðtal: Ítalirnir vilja Kristinn út

Hinn ungi leikmaður UMFN, Kristinn Pálsson fór í síðustu viku til Ítalíu í boði Stella Azzura sem er körfuknattleiks akademía þar lendis í höfuðborginni Róm. Þar var kappanum boðið til æfinga og svo flaug hann með liðinu til að spila í æfingamóti í Barcelona þar sem þeir mættu meðal annars heimamönnum. 
“Þetta gekk allt mjög vel, ég byrjaði á að fljúga til Ítalíu þar sem ég var í 2 daga og æfði mikið áður en haldið var í mótið í Barcelona. Æfingarnar voru aðallega með 20 ára liði Stella Azzura ásamt einstaklingsæfingum. Mér gekk bar nokkuð vel með eldra liðinu. Á þriðja degi var haldið til Barcelona og var fyrsti leikur við heimamenn í unglingaliði Barcelona. Mér gekk vel í þessum leik og var líklegast minn besti leikur í mótinu. Byrjaði rólega en komst svo meira inní leikinn og skora mín flest stig í seinni hálfleik. Annar leikur liðsins var í hádeginu daginn eftir og spiluðum þá við Værlöse og hrundi okkar leikur í seinni hálfleik og unnu þeir okkur nokkuð stórt, ég átti nokkrar ágæta spretti í þeim leik. Síðasti leikurinn var svo um kvöldið á móti öðru unglingaliði staðsett í Barcelona L‘hospitalet. Var það jafn leikur allan tímann og vannst leikurinn með 5 stigum. Ég lenti í villuvandræðum í þeim leik og spilaði minna í þeim leik en hinum.
 
Pabbi flaug út til Spánar og fylgdi mér þar eftir og svo kom Haukur Helgi sem er að spila þarna rétt hjá að horfa einnig.  Þeir voru rausnarlegir þarna í Barcelona, buðu okkur að fara að skoða Nou Camp og svo um kvöldið á meistaradeildarleik með Regal Barcelona gegn CSKA Moskvu.  Við pabbi enduðum svo ferðina í Zaragoza hjá Jón Arnór og fórum á leik með honum.  Þetta var sannkölluð draumaferð. “

 
En var þetta eitthvað eins og þú bjóst við?
“Körfuboltalega séð var þetta eins og ég bjóst við, þjálfararnir góðir og allir mjög góðir í liðinu, frá fyrsta til síðasta manns. Það sem kom mér mest á óvart var að fáir töluðu ensku, þjálfararnir töluðu bara ítölsku og einn þjálfari sem talaði skástu enskuna túlkaði fyrir mig það sem aðalþjálfarinn var að segja okkur.
 
Töluðu Ítalirnir eitthvað um að fá þig aftur út?
“Þeir töluðu um að fá mig út í annað mót í febrúar ef ég kæmist. Einnig sögðu þeir að þeir væru mjög ánægðir hvernig gekk hjá mér úti og væru tilbúnir að taka mig inní sitt program á næsta tímabili sem myndi þá þýða að ég færi út og yrði þar í skóla. En það er bara eitthvað sem þarf að skoða vel. Ég er ennþá mjög ungur og geri mér grein fyrir því.”
 
En hver er draumur Kristins?
Draumurinn minn lengi hefur verið að fara út háskóla til Bandaríkjanna. Lengi vel var það Miami háskólinn sem var draumur hjá mér því við förum til Miami reglulega í heimsókn til systir hans Pabba. Eitt skiptið hittum við einn úr þjálfarateyminu þar og hann sýndi okkur aðstöðuna sem körfuboltaliðið hjá þeim hefur til afnota. Það ýtti vissulega undir áhugann því þetta var mjög flott hjá þeim. Annars yrði það bara ævintýri og lífsreynsla að verða svo heppinn að komast hvar sem er að.
 
Allir þeir sem hafa náð að spila erlendiss em atvinnumenn tala um “aukaæfinguna” Tekur þú þessa marg umtöluðu “aukaæfingu” til þess að ná lengra?
Ég reyni að mæta á morgunæfingar sem hafa verið í boði hjá Njarðvík, einnig hef ég verið að taka á því „gymminu“. Sævar Garðars hefur verið að taka mig og Ragnar (Friðriks Ragnarss) í gegn og kenna okkur að styrkja okkur. Þannig að það er óhætt að segja að ég reyni að gera aðeins auka æfingar því mig langar að ná lengra.
 
Fréttir
- Auglýsing -