Norðurlandamóti undir 18 ára drengja og stúlkna lauk í Södertalje í dag með tveimur sigrum gegn Noregi. Niðurstaðan að lokum fyrir liðin var sú að drengjaliðið endaði í sjötta sæti og stúlknaliðið því fjórða, en í báðum flokkum varð lið Finnlands Norðurlandameistari.
Karfan hitti aðalþjálfara liðanna þá Halldór Karl Þórsson hjá undir 18 ára stúlkna og Lárus Jónsson hjá undir 18 ára drengja og ræddi við þá um þróun liðsins á mótinu, hvernig þeim hafi fundist ganga og hvernig undirbúning liðanna verði háttað fyrir Evrópumótin sem liðin fara á seinna í sumar.