Stúlkna liðið á frí í dag, stelpurnar hafa hingað til spilað vel og unnið tvo af þremur leikjum sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio. Sigur gegn Svíum í fyrsta leik og Eistlandi í gær, en töpuðu svo fyrir Finnum á Föstudaginn.


Aðstoðarþjálfarar stúlkna liðsins eru þeir Daði Steinn Arnarsson og Viktor Marinó Alexandersson.
Karfan spjallaði við kappana um þeirra hlutverk og mótið í Finnlandi.