Álftnesingar lögðu Hött í kvöld í lokaumferð Subway deildar karla, 63-54. Eftir leikinn var ljóst að Álftanes endaði í 6.sæti deildarinnar og Höttur í 8. sætinu.
Karfan spjallaði við Viðar Örn Hafsteinson þjálfara Hattar eftir leik í Forsetahöllinni.
Fyrst í stað, innilega til hamingju með að vera kominn í úrslitakeppnina í fyrsta sinn, ég ætla að leyfa mér að fullyrða að allt landsbyggðarfólk, körfuboltaáhugamenn að minnsta kosti, samgleðjast ykkur innilega og þar á meðal ég.
Já, takk kærlega fyrir það. Við erum bara mjög þakklátir fyrir það og stoltir af því sem við höfum gert, bara við sem samfélag fyrir austan. En við ætlum ekkert að fara að leggjast niður eins og við séum bara saddir núna, við þurfum að halda áfram og halda partýinu gangandi.
Einmitt…gefa þessu séns…
Jájá við erum komnir í úrslitakeppnina og öll liðin eru í henni til að keppa um Íslandsmeistaratitilinn og það er ósköp einfalt mál að Höttur á Egilsstöðum ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn árið 2024.
Nákvæmlega. Ég er með þá kenningu – sem þú vilt örugglega ekki taka undir – að það sé kannski ekki endilega eitthvað það versta að enda í áttunda sæti og mæta þá Val…frekar en t.d. Keflavík eða Grindavík? Ég þori ekki að væna þig um að hafa planað það en…
Jah, það er eins og ég sagði áðan að við ætlum að fara eftir Íslandsmeistaratitlinum eins og öll önnur lið í úrslitakeppninni og við þurfum þá að fara í gegnum Val og önnur lið sem eru jafngóð eða betri…við verðum bara að taka því sem er kastað í okkur og bregðast við því. Nú er bara komið að því að standa sig í öllum leikjum.
Jújú, akkúrat, ef maður horfir á þetta einu skrefi lengra þá dugir ekkert að vinna eina rimmu til að verða Íslandsmeistari, það er ljóst…það er alltaf eitthvað annað lið sem tekur við fari maður í gegnum átta liða úrslitin…
Jah, svo segja þeir! Ég hef aldrei prófað það!
Jájá einmitt! Sannleikurinn í því verður bara að koma í ljós! En svona aðeins um þennan leik…það er kannski ekki mikið að segja um þennan leik…þetta var svona frekar afslappað og menn góðir vinir inn á vellinum og kannski ekki mikið að taka úr þessum leik?
Neinei…örugglega dýrasti æfingaleikur sem hefur verið spilaður á þessu tímabili! En neinei, við eigum fyrrum leikmenn í þessu Álftanesliði og það eru miklar tengingar austur hérna við Álftanes í þeim sem eru í kringum þetta og byggðu þetta félag upp. Það er gaman að koma hérna…sérstaklega að vinna reyndar, aldrei gaman að tapa.
Einmitt…en hver er tenging liðanna…ég veit að Eysteinn er að austan…
Dino spilaði fyrir Hött og þegar þetta félag er í uppbyggingu þá var þetta svona bumbuboltalið fyrir Austfirðinga til að byrja með þannig að…
Já akkúrat, gaman að því. En látum þetta duga en ég segi bara gangi ykkur vel í úrslitakeppninni!
Þakka þér fyrir!