Undir 18 ára lið drengja leikur þessa dagana á Evrópumóti í Skopje í Makedóníu. Tékkland, Makedónía, Holland, Ísrael og Lúxemborg eru með Íslandi í riðli og er þremur leikjum lokið.
Ísland er enn án sigurs eftir þrjá daga. Ísland er þar með í neðsta sæti riðilsins eftir þrjá leiki og án sigurs. Neðstu tvö liðin í riðlinum leika um sæti 17-24 á mótinu en eitt lið fellur niður í C-deild. Í dag er frídagur hjá Íslenska liðinu en það mætir Lúxemborg á morgun kl 19:00 að íslenskum tíma. Lúxemborg er með einn sigur og var það gegn Makedóníu en þar fyrir utan tapað öllum leikjum sínum ansi stórt.
Fréttaritari Körfunnar í Makedóníu náði tali af þjálfara liðsins, Viðari Erni Hafsteinssyni, eftir myndbandsfund liðsins nú í kvöld fyrir leik morgundagsins gegn Lúxemborg.
Frekari upplýsingar eru að finna um mótið hér