Aga- og úrskurðarnefnd hefur dæmt Viðar Örn Hafsteinsson þjálfara Hattar í eins leiks bann fyrir háttsemi sína eftir leik Hattar og Njarðvíkur í Subway deild karla þann 13. október síðastliðinn. Um er að ræða ummæli sem Viðar lét falla eftir leik þar sem hann skaut bæði á sambandið sjálft, sem og þá dómgæslu sem lið hans þurfti að umbera í nokkuð naumu tapi í leiknum.
Ummælin sem um ræðir og lesa má í úrskurði sambandsins voru:
„Það er komið. Körfuboltasamband Reykjavíkur, dómarar og aðrir sem koma
að körfubolta hér á Íslandi hafa sýnt okkur nógu mikla vanvirðingu til að búið
sé að kveikja í okkur. Það er komið gott af þessu bulli og við munum svara því
inni á vellinum. Við vældum of mikið framan af og vorum kannski of litlir í okkur
en þetta er skítaframkoma og henni verður bara svarað með frammistöðu.“
„Þú hlýtur að hafa séð það. Það var bara verið að verja annað liðið á vellinum
eins og prinsessur. Við fengum ekki nokkurn skapaðan hlut. Síðan er manni
sagt að þegja um leið og maður talar við þessa menn, þeir eru litlir í sér. Það
er ekki sama hver er. Ég get vælt undan því hér og fæ eflaust eitthvert píp fyrir
það. En við munum svara þessu inn á vellinum og mínir menn munu berja sig
saman í því. Við erum fimm á móti átta.“
Agamál 24/2022-2023
Með vísan til ákvæðis n. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Viðar Örn Hafsteinsson, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar eftir leik Hattar og Njarðvíkur, Subwaydeild karla, sem fram fór þann 13. október 2022.
Úrskurð má lesa í heild sinni hér