Viðar Örn Hafsteinsson framlengdi í sumar við Hött en hann mun stýra liðinu næstu tvö árin að minnsta kosti. Viðar hefur stýrt Hattarmönnum síðastliðin þrjú ár en hann er einnig yfirþjálfari deildarinnar og stýrir starfsemi yngri flokka.
Höttur lék í úrslitakeppni 1. deildar á síðasta tímabili þar sem liðið féll út í umspili gegn Fjölni um laust sæti í Domino´s deildinni.
Mynd/ Þórhallur Harðarson formaður KKD Hattar t.h. og Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari t.v.