spot_img
HomeFréttirViðar: Fráköstin og litlu hlutirnir telja stórt

Viðar: Fráköstin og litlu hlutirnir telja stórt

Viðar Örn Hafsteinsson spilandi þjálfari Hattar segir alla sína menn í Hetti fulla og heilsu og bíða spennta eftir kvöldinu. Hattarmenn mæta í Dalhús í kvöld þegar fyrsta viðureign þeirra gegn Fjölni í úrslitum 1. deildar karla fer fram en leikurinn hefst kl. 19:15.
 
 
Sería gegn Fjölni framundan. Hvernig metur þú andstæðinginn um þessar mundir?
Við erum að fara að mæta hörku Fjölnisliði, þeir hafa verið að spila betur og betur eftir sem líður á tímabilið.
 
Allir heilir og klárir í slaginn?
Hjá okkur eru allir fullir heilsu og bíða spenntir eftir kvöldinu.
 
Hvernig hefur undirbúningurinn fyrir þessa úrslitaseríu gengið?
Undirbúningurinn hefur gengið sæmilega. Menn eru vel samstilltir og ætla sér að komast alla leið.
 
Hvað í seríunni er mikilvægast fyrir Hött til að ná að tryggja sér aftur sæti í úrvalsdeild?
Hugur okkar er hjá fjölskyldu og vinum ungs drengs úr bæjarfélaginu sem kvaddi okkur um helgina. Samstaða er það sem er í okkar huga og þannig ætlum við að vinna okkur alla leið. Það mikilvægasta fyrir okkur er að berjast og vinna saman. Fráköstin og litlu hlutirnir munu telja stórt í lokin þó það sé auðvitað mikilvægast að skora meira en Fjölnir! Við hvetjum líka alla austfirðinga á höfuðborgarsvæðinu að mæta á leikinn í Grafarvogi!
 
Mynd/ Gunnar Gunnarsson
  
Fréttir
- Auglýsing -