Haukar lutu í lægra haldi fyrir Val í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Subway deildar kvenna, 72-50. Haukar töpuðu líka fyrsta leiknum og eru því með bakið upp við vegg, en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sig í úrslitin og eitt tap í viðbót þýðir þess vegna að Haukar fara í sumarfrí.

Karfan spjallaði við Bjarna Magnússon, þjálfara Hauka, eftir leik í Origo-höllinni.