spot_img
HomeFréttirVF.is: Logi áfram hjá Njarðvík

VF.is: Logi áfram hjá Njarðvík

Bakvörðurinn Logi Gunnarsson hefur ákveðið að semja við Njarðvíkinga til næstu tveggja ára. Logi sem er 33 ára lék um árabil erlendis sem atvinnumaður en hann kom til uppeldisfélagsins Njarðvík í fyrra og hjálpaði liðinu í undanúrslit í Dominos deildinni. www.vf.is greinir frá.
 
 
Reynsluboltinn var í fínu formi í fyrra og skoraði 17 stig að meðaltali í deildinni. Logi náði á dögunum þeim merka áfanga að leika sinn hundraðasta leik fyrir Íslands hönd.
 
Fréttir
- Auglýsing -