spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaVesturbæingar binda miklar vonir við komu verðmætasta leikmanns Lettlands til KR "Átti...

Vesturbæingar binda miklar vonir við komu verðmætasta leikmanns Lettlands til KR “Átti frábært tímabil í fyrra með Ventspils”

KR hefur samið við Linards Jaunzems fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.

Linards er 28 ára 200 cm lettneskur framherji sem kemur til KR frá heimalandinu þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Þar hóf hann ferilinn með Latvijas Universitate í fyrstu deildinni tímabilið 2014-2015 og lék með liðinu í þeirri deild í fjögur ár. Hann lék svo með liðinu í LEBL-deildinni tímabilið 2018-2019, en þar var hann með 19 stig og 8 fráköst í leik. Síðan lék Linards með Pårnu Sadam í sömu deild næstu þrjú tímabilin. Síðastliðin þrjú ár hefur Linards leikið með BK Ventpils. Á síðustu leiktíð var Linards með 17 stig og 8 fráköst í leik og var valinn besti leikmaður LEBL-deildarinnar.

Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari meistaraflokks karla: “Ég er mjög spenntur að fá Linards til okkar og tel ég að hann muni passa vel inn í núverandi hóp. Hann er á mjög góðum aldri og átti frábært tímabil í fyrra með Ventspils. Hann hefur verið valinn varnarmaður ársins í Lettlandi og bind ég miklar væntingar til hans þar. Hann er fjölhæfur varnarlega, hefur reynslu að spila á fínu leveli og ætti að hjálpa okkar núverandi kjarna mikið.”

Fréttir
- Auglýsing -