Bakvörður Breiðabliks Sölvi Ólason mun halda vestur um haf fyrir komandi tímabil og ganga til liðs við Portland Community College fyrir komandi tímabil. Staðfestir Soccer and education USA þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Sölvi er fæddur árið 2004 og er að upplagi úr Breiðablik, en hann lék fyrst með meistaraflokki þeirra tímabilið 2019-20. Þá hefur Sölvi einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands, nú síðast með undir 20 ára liðinu síðasta sumar.
Skólinn sem Sölvi fer í er staddur í Portland borg Oregon ríkis Bandaríkjanna, en liðið leikur í Northwest Athletic deild háskólaboltans, eða NWAC.