spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaVestri sigraði Snæfell í skemmtilegum leik.

Vestri sigraði Snæfell í skemmtilegum leik.

Það var fámennt en góðmennt á pöllunum í kvöld þegar Snæfell og Vestri mættust, leikurinn átti að fara fram á föstudaginn var en vegna veðurs var honum frestað.

Stígandi

Vestramenn eru með gríðarlega öflugt og hávaxið lið sem er erfitt að eiga við, heimamenn létu það ekki á sig fá í byrjun leiks. Það var allt önnur holning á Snæfell eftir að DeAndre Mason var látinn taka poka sinn fyrir rúmri viku. Ungu strákarnir létu sig vaða og það var virkilega gaman að sjá þá spila. Þeir eiga bara eftir að verða betri í vetur og er greinilegt að gleðin er að ná völdum.

Vestri

Haukur Hreinsson mætti til leiks í Retro-Snæfellstreyjunni sinni og var það falleg sjón. Haukur steig sín fyrstu skref í körfubolta á parketinu í Hólminum. Vestramenn hafa að skipa frábæru liði og voru í raun aldrei í þeirri hættu að tapa leiknum þó svo að baráttuglaðir heimamenn létu þá hafa fyrir hlutunum. Yngvi er með þéttan hóp sem getur farið langt í úrslitakeppninni. Þeir eru nú einum sigri á eftir Þór og horfa án efa upp fyrir sig.

Það er gaman að gefa!

Það sem er skemmtilegast við léttleikandi lið er að sjá aukasendingu eða boom boom pass eins og Geof Kotila kallaði. Snæfell lét boltann oft á tíðum ganga fallega á milli sín sem endaði með aukasendingu það fær undirritaðann til þess að líða vel.

Niðurstaðan
Leikurinn endaði með 19 stiga sigri Vestra, 72-91 og fara bæði lið líklegast nokkuð sátt frá sínu dagsverki.

Mikilvægir punktar úr leiknum og fyrir framhaldið:

  • Vestri fara langt á þéttleikanum, þeir vilja hægja á flestum liðum.
  • Snæfell eru á leiðinni í rétta átt, nú verða strákarnir að taka skrefið og láta vaða af krafti
  • Undirritaður lýsir eftir frákastara í lið Snæfells! Það að vera ruslakarl í liðinu sínu er frábært titill! Ég skora hér með einhvern að taka þetta hlutverk að sér.

Leikurinn á Snæfell tv 

Tölfræði leiksins

Umfjöllun: Gunnlaugur Smárason

Fréttir
- Auglýsing -