spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaVestri jafnaði úrslitaeinvígið heima á Ísafirði

Vestri jafnaði úrslitaeinvígið heima á Ísafirði

Vestri lagði Hamar í kvöld á Ísafirði í öðrum leik úrslitaeinvígis liðanna í fyrstu deild karla, 89-77.

Fyrsta leik seríunnar vann Hamar með 9 stigum, 88-79, heima í Hveragerði síðastliðinn miðvikudag, þannig að staðan er nú 1-1 í einvíginu, en liðin mætast næst komandi þriðjudag 8. júní í Hveragerði.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fylgir Breiðablik upp í efstu deild á næsta tímabili.

Úrslit dagsins

Fyrsta deild karla:

Vestri 89 – 77 Hamar

Einvígið er jafnt 1-1

Fréttir
- Auglýsing -