spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaVestri fær Gabriel Adersteg frá Snæfell

Vestri fær Gabriel Adersteg frá Snæfell

Sænski framherjinn Gabriel Adersteg hefur samið við Vestra um að leika með félaginu í 1. deild karla á næstu leiktíð. Gabriel lék síðasta tímabil með Snæfelli en lék þar áður í ítölsku C-deildinni. Hann á einnig að baki feril í bandaríska háskólaboltanum og í heimlandinu, m.a. með sænska U16 landsliðinu.

Gabriel var einn besti leikmaður Snæfells á síðasta tímabili en hann var stiga og stoðsendinga hæsti leikmaður liðsins með 22,3 stig og 3,7 stoðsendingar auk þess að taka  6,6 fráköst og vera með alls 19,5 framlagspunkta. Mest skoraði hann 41 stig í einum leik á síðustu leiktíð.

Vestri er að endurbyggja liðið sitt frá því í fyrra en það hefur misst Nebojsa Knezevic til Skallagríms og tvíburana Hilmir og Huga Hallgrímssyni til Stjörnunnar. Liðið hefur þó endursamið við Vestfjarðatröllið Nemanja Knezevic um að manna miðjuna á komandi leiktíð en það verður fjórða tímabil hans með Vestra.

Fréttir
- Auglýsing -