spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaVestri fær Alejandro Raposo frá Breiðablik

Vestri fær Alejandro Raposo frá Breiðablik

Vestri hefur samið við Alejandro Rubiera Raposo um að leika með liðinu í Úrvalsdeild karla á komandi tímabili.

Alejandro er spænskur bakvörður sem spilar sem leikstjórnandi og skotbakvörður. Seinni hluta síðasta tímabils lék hann með Breiðabliki og átti þátt í því að tryggja liðinu deildarmeistaratitil 1. deildar og sæti í úrvalsdeild.

Í sumar var Alejandro valinn í spænska U-23 landsliðið í 3 á 3 körfubolta, en einnig hefur hann verið valinn í U14, U15 og U16 landslið Spánar. Hjá Breiðablik var hann með 14 stig, 4,2 fráköstum og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Áður hefur hann leikið í LEB Plata og EBA deildunum á Spáni.

Fréttir
- Auglýsing -