spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaVerður með Rúnari í Stapagryfjunni

Verður með Rúnari í Stapagryfjunni

Logi Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Rúnars Inga Erlingssonar hjá Njarðvík fyrir komandi tímabil í Bónusdeild karla. Þetta er fyrsta þjálfunarstaða Loga í meistaraflokki en síðastliðinn áratug hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík og á síðasta vetri stýrði hann 10. og 12. flokki karla hjá Njarðvík.

„Logi kemur með mikla reynslu að borðinu og við í stjórn erum mjög ánægð með þetta öfluga teymi sem mun stýra karlaliðinu okkar í vetur. Rúnar og Logi fá það verðuga verkefni að fara með Njarðvíkurliðið á nýjan heimavöll og skapa þar nýjar og góðar minningar með leikmönnum, stuðningsmönnum og samstarfsaðilium. Það er ofboðslega spennandi tími framundan hjá Njarðvíkingum og við bíðum spennt eftir að sjá samstarf Rúnars og Loga hefjast,” sagði Halldór Karlsson formaður Njarðvíkur.

Fréttir
- Auglýsing -