Í dag getur KR tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki með sigri á Hamri þegar liðin mætast í sínum fjórða leik í úrslitum. Staðan í einvíginu er 2-1 KR í vil en leikur liðanna fer fram í Hveragerði í dag og hefst kl. 16:00.
Fyrstu þrír leikir liðanna í úrslitum:
KR 83:61 Hamar
Hamar 69:81 KR
KR 79:92 Hamar
Í síðasta leik liðanna lék Julia Demirer lítið sem ekkert sökum meiðsla og veikinda og þá var Guðbjörg Sverrisdóttir fjarverandi hjá Hamri sökum veikinda. KR vann þriðja leikinn örugglega 83-61 þar sem Unnur Tara Jónsdóttir fór á kostum í liði KR og gerði 33 stig.
Ef Hamarskonur ætla sér í oddaleik í Vesturbænum þá verður þeim að takast það í dag sem ekki hefur tekist hingað til, að vinna KR á sínum eigin heimavelli! Ótrúlegt en satt hefur Hamar unnið þrjá leiki gegn KR og alla í DHL-Höllinni en engan í Hveragerði.
Fjölmennum á völlinn í dag!