Pekka Salminen hefur verið ráðinn sem landsliðsþjálfari kvenna, en samningur hans er til fjögurra næstu ára.
Tilkynnt var um þetta á blaðamannafundi sem haldinn var í Laugardalnum nú í hádeginu.
Karfan var á svæðinu er tilkynnt var um nýja þjálfarann og ræddi hann um ráðninguna og verkefnið sem framundan er, en nú í nóvember fer af stað undankeppni EuroBasket 2027.