Veigar Elí Grétarsson hefur á nýjan leik samið við Breiðablik fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.
Veigar er fæddur 2003 og að upplagi úr Breiðablik, en hann kom nokkuð við sögu í leikjum meistaraflokks síðasta tímabili. Þá hefur hann einnig verið lykilleikmaður í sigursælum ungmennaflokki félagsins sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö tímabil í röð.