spot_img
HomeFréttirVerðum vonandi fljótir að komast á sömu blaðsíðuna

Verðum vonandi fljótir að komast á sömu blaðsíðuna

 
Brynjar Þór Björnsson gerði á dögunum eins árs samning við Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Íslands- og bikarmeistarar KR missa því digran spón úr aski sínum við brotthvarf Brynjars. Kappinn heldur þó ekki út fyrr en í októberbyrjun.
,,Ég fæ lítinn tíma til þess að kynnast liðsfélögunum en vonandi verðum við fljótir að komast á sömu blaðsíðu,“ sagði Brynjar en póstur frá þjálfara sænska liðsins kveikti í Vesturbæingnum. ,,Ég var mjög áhugasamur eftir að hafa lesið póstinn frá Dennis Aulander, ekki einungis út af því að hann vildi fá mig til liðsins heldur var hann með væntingar fyrir næstu ár að gera Jamtland að einu af fjórum sterkustu liðum Svíþjóðar,“ sagði Brynjar sem fékk svo góða aðstoð frá umboðsmanninum Sigurði Hjörleifssyni við fráganginn á öllum málum með Jamtland.
 
KR-ingar hafa því séð úr meistaraliði sínu á eftir Brynjari og nokkuð víst er að Marcus Walker snúi ekki aftur.
 
Fréttir
- Auglýsing -