Þór tók 0-2 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Val með 92-83 sigri og geta sópað Íslandsmeisturunum út í næsta leik. Valur sópuðu Þór út í undanúrslitum fyrir ári síðan, en þá voru Þórsarar ríkjandi Íslandsmeistarar og eiga því harma að hefna.

Karfan spjallaði við Finn Frey Stefánsson þjálfara Vals eftir leik í Þorlákshöfn.