Ármann tilkynnti á dögunum að liðið hefði samið við tvo lykilleikmenn liðsins um að leika áfram með Reykjavíkurfélaginu á næstu leiktíð. Það eru þær Hildur Ýrr og Þóra Birna sem leikið hafa með liðinu síðustu ár við góðan orðstýr.
Tilkynningu Ármenninga má finna í heild sinni hér að neðan:
Ármann hefur náð samkomulagi við þær Hildi Ýrr Schram og Þóru Birnu Ingvarsdóttur um að þær munu leika með liðinu á næstu leiktíð.
Er það mikið fagnaðarefni enda hafa þær báðar tvær spilað stórt hlutverk í liðinu síðustu ár.
Hildur hefur verið partur af liðinu frá stofnun þess árið 2020. Spilar hún fjarka ásamt því að vera góður skotmaður. Einnig er hún mikill stuðbolti og hefur mjög góð áhrif félagslega á liðið.
Þóra Birna er að semja við okkur þriðja árið í röð. Er hún mikil íþróttakona og er styrkur hennar og hraði hennar helsta vopn á velli. Þóra Birna var varafyrirliði í vetur og sinnti því með prýði, t.d. stýrði hún upphitun liðsins fyrir alla leiki.
Við hjá Ármanni erum gríðarlega sátt með að ná að halda í þann góða kjarna sem við höfum nú þegar. Fleiri fréttir af leikmannamálum eru væntanlegar næstu daga.