spot_img
HomeFréttir"Verð í Boras næstu árin"

“Verð í Boras næstu árin”

"Tímabilið var mjög upp og niður hjá okkur. Við náðum aldrei almennilegum stöðugleika og töpuðum leikjum á móti liðum sem við eigum alltaf að vinna. Þetta varð til þess að við enduðum í 4 sæti í deildinni. Því fengum við Södertälje í undanúrslitum sem var slæmt því þeir hafa verið langbesta liðið í vetur." sagði Jakob Sigurðarson leikmaður Boras Basket í samtali við Karfan.is í dag. Eins og við greindum frá þá eru Boras komnir í sumarfrí eftir tap gegn Södertalje í gær en Jakob átti lokaskot leiksins sem hefði fært þeim sigur en skotið geigaði. 

"Við stóðum okkur vel í Fiba Europe Cup og líklega betur en margir bjuggust við. Það var hrikalega skemmtileg reynsla. Við fjölskyldan erum mjög ánægð hérna og sjáum fram á að vera hérna næstu árin þar sem konan mín er í námi. Ég er með samning fyrir næsta tímabil. Það er líklegt að það verði margar breytingar þar sem bara ég og einn annar erum með samning á næsta ári og líklega verður nýr þjálfari." bætti Jakob svo við um framhaldið hjá honum. 

Fréttir
- Auglýsing -