Jens Valgeir Óskarsson og Jón Axel Guðmundsson (Bragasonar) ákváðu að bjóða Kendall Timmons velkominn til Grindavíkur að hætti körfuknattleiksmanna. Þeir kumpánar gerðu sér lítið fyrir og stilltu honum upp í eina rándýra “ruslakörfutroðslu” eins og við köllum hana nema hvað þeir beittu alvöru körfuhring og bolta að vopni, í stað ruslakörfunnar. Allt að sjálfsögðu fest á filmu. Vel gert, strákar!
Svona á að bjóða gestina velkomna á skerið. Meira svona!
