spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaVel gert hjá Ægi að klára þetta fyrir okkur

Vel gert hjá Ægi að klára þetta fyrir okkur

Stjarnan lagði Grindavík með minnsta mun mögulegum í Smáranum í kvöld í öðrum leik undanúrslita Bónus deildar karla, 99-100.

Stjarnan því komnir með 2-0 forystu í einvíginu og geta tryggt sæti sitt í úrslitum með sigri í næsta leik.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við glaðreifan leikmann Stjörnunnar Orra Gunn eftir leik.

Orri…líður þér eins og þjófi?

,,Jah…ég meina…við stálum þessu svolítið í lokin!”   

Já…það verður kannski að segjast eins og er…

,,…en við vorum nú alltaf í bakinu á þeim allan leikinn, við vissum að þetta myndi verða bara 50/50 leikur í lokin og það féll okkar megin í dag.

Þetta var svolítið sérstakur leikur, þið hittuð bara ekki neitt fyrir utan í einhverja 3 leikhluta, voruð í 10% nýtingu fyrir utan, en það sem hélt ykkur inn í leiknum var kannski alls konar klaufaskapur hjá Grindvíkingum, þeir voru að tapa boltum og alls konar…?

,,Já, en ég myndi segja að þetta hafi líka verið vörnin okkar sem gerði það að verkum að þeir voru að tapa boltanum. Við vorum ekkert sérstaklega hittnir þarna í byrjun en svo kom Hilmar og setti einhverja 3 þarna í röð, við vissum það alveg að hann ætti það inni og við vorum bara að bíða eftir því. Hann gat ekkert hætt að skjóta, þá myndi hann ekkert hitta, hann þurfti bara að halda áfram og vona það besta!

Já það er akkúrat galdurinn í þessu, að hætta ekki!

,,Nákvæmlega.

En hvað sérðu fleira í þessu sem gerði það að verkum að þið fenguð tækifærið til að stela þessu hérna í lokin? 

,,Bara varnarleikurinn! Við stálum boltanum hérna nokkrum sinnum og náðum að keyra á þá. Flott plan hérna í lokin sem við náðum að framkvæma til að komast yfir, þetta var í grunninn bara planið sem gekk upp og vel gert hjá Ægi að klára þetta fyrir okkur. “

Já, fyrir almennan áhorfenda leit þetta þannig út að planið væri það að Ægir ætti að fá boltann, tæki smá vinstri beygju og setti svo galopið sniðskot! Það leit þannig út og virtist ekki vera mikið mál.

,,Já! Hann átti bara að bruna eitthvað og vona það besta sko, ég átti bara að vera út í horni!

Jájá, akkúrat. En staðan þá 2-0 og augljóslega dauðafæri á því að klára þetta bara heima í næsta leik, menn eru væntanlega bara pepp fyrir það?

,,Já algerlega! Við ætlum að koma inn í hvern leik til að vinna hann. Við vonum bara að við gerum það, það er leikplanið allaveganna!

Fréttir
- Auglýsing -