spot_img
HomeFréttirVeikindi í íslenska hópnum - Óvíst með þátttöku Ægis

Veikindi í íslenska hópnum – Óvíst með þátttöku Ægis

Íslenska landsliðið mætir Sviss í dag er liðin mætast að öðru sinni í undankeppni Eurobasket 2017.

 

Töluvert hefur verið um veikindi í hópnum sem hefur komið í veg fyrir að allir leikmenn séu heilir á sama tíma. Martin Hermannsson veiktist rétt fyrir leik gegn Belgíu og svo varð Hörður Axel veikur í ferðalaginu til Sviss og missti af æfingu í gær. Báðir eru þeir með á æfingu þessa stundina í Fribourg og hafa náð fyrri styrk.

 

Ægir Þór Steinarsson veiktist svo í gærkvöldi og er óvíst með þátttöku hans. Hann virtist vera á batavegi í morgun en framhaldið verður skoðað eftir æfingu dagsins. Jón Arnór Stefánsson hefur hinsvegar fengið aðhlynningu og eru allar líkur á að hann verði með gegn Sviss.

 

Það skýrsti því síðar í dag hvernig uppstilling liðsins verður nákvæmlega eftir æfinguna sem lýkur um hádegisbil. Leikið verður í Site Sportif Saint-Leonard vellinum sem tekur nærri 3000 manns í sæti.

 

Vegna þess að engin sjónvarpsstöð í Sviss mun sýna leikinn í beinni útsendingu er hann ekki aðgengilegur í gegnum gervihnött. Einungis verður leiknum streymt á netið frá Sviss og verður í hann því í beinni á ruv.is kl 15:30.

Fréttir
- Auglýsing -