Njarðvík lagði Breiðablik fyrr í kvöld í 7. umferð Subway deildar karla, 110-105.
Eftir leikinn er Njarðvík í 6. sæti deildarinnar með fjóra sigra og þrjú töp á meðan að Breiðablik er í 10. sætinu með einn sigur og sex töp það sem af er tímabili.
Karfan spjallaði við Veigar Pál Alexandersson leikmann Njarðvíkur eftir leik í Ljónagryfjunni.