KR hefur gert samning við bakvörðinn efnilega Veigar Áka Hlynsson um að leika með liðinu.
Veigar var á mála hjá Keflavík í Dominos deildinni á síðasta tímabili þar sem hann spilaði um 8 mínútur að meðaltali í leik.
Veigar Áki er fæddur 2001 og hefur leikið upp alla yngriflokka með KR. Veigar Áki hefur verið lykilleikmaður í 2001 árgang yngri landsliða, en vegna meiðsla á hné gat hann ekki leikið með 18 ára liðinu.
Veigar Áki á eftir eitt ár í unglingaflokki og kemur inn í þétta dagskrá ungu mannana í KR og KV.