Það var fyrst og fremst varnarleikur heimastúlkna í Keflavík sem skóp sigur gegn Grindavík í kvöld í Iceland Express deild kvenna. Keflavík hafði 91:77 sigur á grönnum sínum og hafa nú minnka forskot þeirra í deildinni í 2 stig
Keflavík var töluvert ákveðnari aðilinn í kvöld og hungraðari í sigur. Leikurinn hófst á jöfnum nótum en nokkur góð stopp fyrir fyrsta fjórðung skiluðu þeim 8 stiga forystu. Það var svo í öðrum fjórðung að Keflavík tók öll völd á vellinum. Vörn þeirra orðin vatnsþétt og áttu gestirnir í mesta basli. Ekki bætti úr skák hjá gestunum að vítanýting þeirra var ekki nema 41 prósent í hálfleik og því var nákvæmlega ekkert að ganga upp hjá gulum.
Grindavíkurstúlkur mættu grimmari til leiks í seinni hálfleik og náðu að minnka forskot Keflavíkur niður í 12 stig á fyrstu mínútum hálfleiksins. Jón Halldór fannst þá komin tími til að taka leikhlé og það virtist vera nóg því Keflavík voru strax aftur komnar í það forskot sem þær höfðu í fyrir hálfleik.
Grindavík gerðu svo annað áhlaup undir lok leiks þar sem þær voru hársbreidd frá því að koma muninum niður í 9 stig, en oft virðist það vera of stór þröskuldur fyrir þau lið sem eru mest megnis leiksins undir. Þessu takmarki náðu þær ekki heldur fóru Keflavíkur stúlkur í sókn þar sem að Kristi Smith slökkti endanlega allan vonar neista gestanna með þrist.
Hjá Keflavík er erfitt að taka einn leikmann út og nefna mann leiksins. Liðsbragur liðsins var þvílíkur og eru þær svo sannarlega á fljúgandi siglingu þessa daganna. Kristi Smith skoraði 31 stig og svo var það Bryndís Guðmundsdóttir sem skoraði 20 stig og tók 9 fráköst.
Hjá Grindavík voru Íris Sverrisdóttir og Joanna Skiba með 14 stig hvor en miklu munaði um Michele Devault sem náði sér aldrei á strik í þessum leik og skilaði aðeins 9 stigum í púkkið.
Viðtöl koma inn á morgun.