Njarðvík lagði Stjörnuna í Umhyggjuhöllinni í kvöld í lokaumferð Bónus deildar karla.
Þrátt fyrir sigurinn náði Njarðvík ekki að færast upp fyrir Stjörnuna í lokastöðu töflunnar. Stjarnan endaði í 2. sætinu og mæta ÍR í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar á meðan Njarðvík mun etja kappi við Álftanes.
Karfan spjallaði við Baldur Ragnarsson þjálfara Stjörnunnar eftir leik í Garðabæ.