spot_img
HomeFréttirVar tvístígandi hvar ég ætti spila

Var tvístígandi hvar ég ætti spila

"Það var ýmislegt sem varð til þess að ég skrifaði undir aftur hjá Njarðvík. Mér leið vel í Njarðvík og þeir gerðu mér gott tilboð,  mig langar að reyna aftur fyrir Loga og vonandi eru þessir ungu strákar áfram með og ég get miðlað til þeirra áfram. Þetta er flottur hópur og mig hlakkar til. En vendipunkturinn var sá að mér leið vel allt frá fyrstu mínútu í Njarðvík, frábærir stuðningsmenn og komandi tímabil verður spennandi. " sagði Haukur Helgi Pálsson í samtali við Karfan.is eftir að ljóst varð að hann hafði framlengt við Njarðvíkinga. 

 

Haukur er hinsvegar enn með tærnar í atvinnumennsku pottinum og klásúla í samningi hans hleypir honum erlendis ef gott tilboð berst. 

"Ég er alveg þokkalega vongóður um að komast aftur í atvinnumennsku. Nú hef ég góðan tíma til að finna eitthvað þar líka, en ég ítreka hinsvegar að það þarf að vera eitthvað mjög gott. Tíminn leiðir í ljós en á meðan undirbý ég mig með Njarðvíkingum og hugsa ekki um neitt annað á meðan. "

 

Haukur sem var valinn besti leikmaður síðustu leiktíðar var að sjálfsögðu með lausann samning og önnur lið höfðu vissulega samband. "Önnur lið sem í raun komu til greina og voru í sambandi við mig voru Keflavík og Grindavík. Hössi náttúrulega kominn í Keflavík og það tosaði alveg í mig að spila heilt tímabil með honum. Grindvíkingar náttúrulega með flottan hóp og ef þeir fengju allt út úr þeim hóp eru þeir gríðarlega sterkir. Ég var alveg tvístígandi í þessu ferli,  enn eins og ég sagði áðan þá leið mér vel í Njarðvík og að vera þar með Loga sem ég þekki vel og alla hina snillingana." sagði Haukur að lokum. 

Fréttir
- Auglýsing -