spot_img
HomeFréttirVandkvæðum falið að vera dómari

Vandkvæðum falið að vera dómari

17:21 

{mosimage}

 

 (Kristinn Óskarsson, körfuknattleiksdómari)

 

 

Kristinn Óskarsson, einn reyndasti dómari landsins og formaður Körfuknattleiksdómarafélags Íslands, birti fyrir skemmstu pistil um birtingarmyndir dómarans við hinar ýmsu aðstæður í leik. Pistilinn kallar Kristinn „Valkostir dómarans“ og er hann merkileg lesning fyrir margra hluta sakir.

 

Óþarflega oft heyrast hróp og köll úr stúkunni sem hafa ekkert með það að gera sem er í gangi inni á leikvellinum. Bæði í átt að leikmönnum og dómurum. Persónulegar árásir í garð leikmanna og dómara lýsa þeim best er láta þennan óskapnað frá sér fara. Það er einfaldlega til fólk sem getur ekki farið á völlinn án þess að opna á sér skítugan túllann og taka út leiðindi dagsins á þeim er koma að kappleiknum sjálfum. Þessir aðilar eru eins og óþekkir krakkar, best geymdir heima.

 

Vindum okkur að grein eða stiklum Kristins, þar telur hann upp ýmsar ákvarðanir sem dómarar standa frammi fyrir og þeim afleiðingum sem þær hafa á vellinum og uppi í stúku. Auðveldar ákvarðanir, ekki satt?

 

 Pistill Kristins  

Valkostir dómarans: 

Þegar dómari gefur mönnum tækifæri, og svo annað, er hann huglaus og veikgeðja. 

Þegar dómarinn stýrir leiknum eftir reglubókinni og stoppar menn með tæknivillum, er hann stressaður og taugaveiklaður. 

Þegar dómari hunsar mótmælendur, er hann hrokafullur. 

Þegar dómari ræðir við menn, er hann að sýna vald sitt. 

Þegar dómari heldur ótrauður áfram þegar pressa er sett á hann, er hann að ögra. 

Þegar dómari gengur fram með öllum ráðum að stýra erfiðum leik er hann stjarna kvöldsins, loksins búinn að koma sjálfum sér í kastljósið. 

Þegar dómari forðast að taka erfiðar ákvarðanir er hann huglaus. 

Þegar dómari tekur erfiðar ákvarðanir er hann vitleysingur. 

Þegar dómari dæmir tvisvar á sama liðið, er hann að leggja í einelti. 

Þegar dómari dæmir í fyrsta sinn er hann ekki að dæma báðu megin! 

Auðvelt, ekki satt?

 

Pistill Kristins af www.kkdi.is

Fréttir
- Auglýsing -