spot_img
HomeBikarkeppniValur VÍS bikarmeistarar karla 2023 eftir sigur á Stjörnunni

Valur VÍS bikarmeistarar karla 2023 eftir sigur á Stjörnunni

Valur lagði Stjörnuna í kvöld í úrslitaleik VÍS bikarkeppni karla, 72-66. Valur er þessa stundina því handafi tveggja stærstu tiltla boltans, Íslands og bikarmeistarar.

Fyrir leik

Fyrir leik hafa þessi lið mæst tvisvar í deildinni og bæði tapað á heimavelli. Valur vann síðast í Garðabæ.

Stjarnan eru ríkjandi bikarmeistarar og eru að komast í úrslit bikarsins fimmta árið í röð, en þeir hafa unnið þrisvar af síðustu fimm. Sem gerir 22 sigrar og 2 töp, annað í kvöld og hitt sem var á móti Njarðvík á haustrmánuðum 2021. Stjarnan vann Keflavík í undanúrslitum og hefur verið að ganga í gegnum ákveðnar breytingar á sínu liði en það virðist ekki skipta máli þar sem þeir eru með bikaróðan Arnar Guðjónsson við stýrið.

Valur, sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar, unnu Hött frá Egilstöðum í undanúrslitaleik sem hefur verið þurrkaður út fyrir hversu slakur hann var en önnur eins skotnýting í heilum leik hefur ekki sést. Valsmenn eru efstir í deildinni og hafa verið einna bestir í deildinni í vetur.

Gangur leiks

Bæði lið koma tilbúin til leiks. Stigahæsti leikmaður fyrstu deildarinnar Ahmad Gilbert setur strax tvo þrista og Pablo svarar og er hittninn góð til að byrja með hjá báðum liðum. Stál í stál en Tómas Þórðursetur tvist í spjaldið á síðustu mínutu fyrsta hluta og í framhaldi er brotið á Gilbert í þriggja stiga skoti. Sem gefur Stjörnumönnum 5 stiga forskot eftir þennan fyrsta leikhluta 22-17.

Annar leikhluti byrjar á hörku vörn hjá báðum liðum og er orkustigið mjög gott báðum megin. Tómas heldur áfram að setja þriggja stiga skot og kveikir þar með í Valsmönnum sem svara með tveimur þriggja stiga körfum frá Kára og Pablo og komast yfir 30-31 og Arnar tekur leikhlé. Störnumenn fara að kötta vel inní teiginn og fá þar auðveldar körfur og loka vel á leik Vals inní teig en þeir finna alltaf leiðir.

Pablo hrindir Gustav í hraðaupphlaupi sem dettur á Kára sem var að reyna að stoppa Gilbert sem endar með að Kári fer sárþjáður af velli þegar 1:31 lifir af fyrri hálfleik og spurning hvort hann klári leikinn. Fyrri hálfleikur endar Stjarna 38-39 Valur.

Atkvæðamestir í fyrri hálfleik

Stjarnan: Tómas Þórður með 11 stig þar af þrír þristar og Gilbert með 10 stig. Þá hefur Hlynur rifið niður 8 fráköst.

Valur: Kári Jónsson er þar stigahæstur með 13 stig og Pablo með 8 stig.

Seinni hálfleikur

Í þriðja leikhluta er Kári mættur fullfrískur inná og Stjarnan skorar fyrstu stiginn. Stjarnan er að þjarma vel að Valsmönnum sem taka leikhlé í stöðunni 48-41 og 6.36 eftir af klukkunni. Sem skilar sér svo í snöggum rist frá Callum sem hefur haft hægt um sig í sókninni.

Valsmenn reyna áfram að fara í gegnum teiginn en þeir verða að fara að setja skot til að teygja á vörn Stjönrunnar sem á hinn bógin ná að fara í gegnum teiginn hinum megin en samt rétt til að halda forystu. Vörnin góð báðum megin og leikhlutinn endar Stjarnan 54-53 Valur og vel farið að hitna í mönnum þegar við förum í lokaleikhlutann.

Bæði lið halda áfram að spila hörku vörn enda ekki mikið stigaskor. Valur er ekki að fá nein opin skot fyrir utan og ekki Stjarnan heldur, en Gilbert er að finna leiðir og heldur Stjörnunni í forystu. Valsmönnum vantar sárlega x-factor til að klára sóknirnar. Því svarar Kári með þrist sem eru hans fyrstu stig í seinni hálfleik og kemur Val yfir en Stjarnan skorar beint í andlitið á þeim og láta þá svo brenna klukkuna. Finnur tekur leikhlé þeir eru að verða búnir að reyna allt til að brjóta Stjörnuna sem virðist vera með svör í vörninni. Kári og Hjálmar setja sitthvorn þristinn og koma þessu í 64-66. Og ef Valsmenn kunna eitthvað þá er það að loka leikjum og það gera þeir með glæsibrag Valur er bikarmeistari að lokum í fyrsta skipti í 40 ár með 6 stiga sigri, 66-72.

Atkvæðamestir

Stjarnan: Gilbert 18 stig og Tómas Þórður 15 stig.

Valur: Maður leiksins var Kári Jónsson með 22 stig, 7 stoðsendingar og 23 í framlag.

Kjarninn

Leikurinn var vel settur upp varnarlega hjá báðum liðum og var erfitt fyrir bæði lið að skora. Valsmenn áttu að lokum eins og einn Kára Jónsson sem setti mikilvæg stig í lok leiksins til að landa fyrsta bikarmeistaratitli Vals í 40 ár. Stjörnumenn geta verið stoltir þrátt fyrir tap þó allir kunni ekki að meta varnarleik, þá var þetta flottur leikur.

Til hamingju Valur!

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hafsteinn Snær)

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -