spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaValur vann Stjörnuna í hörkuleik

Valur vann Stjörnuna í hörkuleik

16. umferð Subwaydeildar karla lauk í kvöld með leik Stjörnunar og Vals. En Stjarnan sló einmitt Valsmenn út í bikarkeppninni og Valsmenn væntanlega viljað svara fyrir þann leik. Stjarnan þurfti nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina.  Leikurinn sjálfur var mjög skemmtilegur og spennandi, Valsmenn reyndust sterkari á lokametrunum og unnu 81-85.

Fyrsti leikhlutinn var ansi jafn, miklar og sterkar varnir hjá báðum liðum.  Það leit út fyrir að Stjarnan ætlaði að slíta sig frá Valsmönnum þegar Montero braut klaufalega á Hlyni Birgis í sama mund og hann setti niður þriggja stiga körfu. Valsmenn svörðu með tveimur þriggja stiga körfum á skömmmum tíma og Arnar, þjálfari Stjörnunnar, brjálaðist og tók leikhlé sem ég held að allir í húsinu hafi heyrt hvað hann sagði. Valsmenn leiddu eftir fyrsta leikhluta 17-20.

Annar leikhlutinn var síðan æsispennandi, báðir þjálfarar ekkert alltof ánægðir með dómgæsluna. Mikil barátta og hraður leikur á köflum. Ægir og Badmus sáu um að skora og enduðu báðir með 16 stig hvor. Staðan í hálfleik 46-46 í alvöru spennutrylli.

Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn á tæknivíti sem Finnur fékk eftir að fyrri hálfleik lauk. Hvort þetta gaf tóninn skal ósagt látið, en Stjarnan byrjaði betur, hittni Valsmanna varð heldur súr og Stjarnan náði 8 stiga forystu þegar Finni var nóg boðið og leikhlé var tekið. Valsmönnum tókst að minnka forskotið án þess þó að ná Stjörnunni, sem náðu vopnum sínum aftur og sem leiddu eftir 3 leikhluta  70-62.

Valsmenn byrjuðu síðan 4. leikhluta mun betur, en urðu fyrir áfalli þegar leikhlutinn var ekki hálfnaður er Jefferson fór útaf með 5 villur. En Valsmenn létu það ekki á sig fá og héldu áfram að nálgast Stjörnuna, Ellisor fór svo útaf með 5 villur þegar um 4 mínútur voru eftir. Skömmu síðar komust Valsmenn yfir. Liðin skiptust síðan á að hafa forystuna og endaði leikurinn endaði að lokum með sigri Valsmanna í leik sem var gríðarlega spennandi og sigurinn hefði alveg getað lent hjá Stjörnumönnum.

Stighæstir hjá Stjörununni var Ægir að vanda, með 20 stiig, Ellisor með 16 stig og Kone með 12 stig og 12 frákost. Hjá fór Badmus á kostum með 31 stig, Kristinn með 16 stig og Acox með 13 og 9 fráköst.

í næstu umferð verður naglbítur þegar Tindastólsmenn heimsækja Stjörnuna, 9. febrúar. Valsmenn leika degi fyrr þegar þeir fá Haukana í heimsókn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -