spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaValur stöðvaði sigurgöngu Hauka

Valur stöðvaði sigurgöngu Hauka

Valsmenn sem töpuðu illa í síðasta leik á móti Breiðablik tóku á móti Haukum í Origohöllinni í sannkölluðum toppslag. Því fyrir leikinn voru Valsmenn í 1 – 2 öðru sæti með 22 stig, en Haukar í 3-4 sæti með 20 stig. Eftir jafnan og spennandi leik, unnu Valsmenn 82 -76.

Haukarnir byrjuðu leikinn mun betur, náðu fljótlega 8 stiga forystu þegar Valsmenn taka leikhlé. Það skilaði ekki miklu, Haukar spiluðu fantagóða vörn og voru þar að auki að hitta úr þriggja stiga skotunum sínum. Valsvörnin fór fyrst að virka þegar 1. leikhlutinn var að klárast, sem endaði 15-23 fyrir Haukana. Haukar með 50% þriggja stiga nýtingu á meðan Valur var með 20%.

 Í byrjun annars leikhluta var báðum liðum fyrirmunað að skora, aðeins ein karfa Haukamegin fyrstu 3 mínúturnar. En þrátt fyrir stigaleysið var virkilega gaman að sjá baráttuna á milli Callum og Emils Barja, þar var ekkert gefið eftir hjá hvorugum. Valsmenn hertu samt vörnina og Frank Booker hrökk í gang og raðaði niður stigunum og Valur voru búnir að jafna þegar um 3 mínútur voru eftir af hálfleiknum. En með góðum endaspretti náðu Haukarnir forystu aftur og leiddu í hálfleik 35-39.

Seinni hálfleikur byrjar fjörlega Darwin Davis bauð uppá skotsýningu en Valsmenn svöruðu jafnharðan, mjög hraður og skemmtilegur leikur sem bæði lið buðu uppá. Kári meiddi sig þegar 4 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta, það virtist samt ekki há Valsmönnum að missa sinn besta mann út af. Liðin skiptust á að vera með forystuna. Kári kom svo aftur inná í lokin og virtist vera í góðu lagi. Leikhlutinn endar með flautukörfu Callums, 61-61.

Valsmenn byrja síðan 4. leikhluta betur með Kára í broddi fylkingar. Ná sex stiga forystu þegar Hauka taka leikhlé. Eftir það taka liðin sín mini-áhlaup til skiptis, en Valsmenn samt alltaf yfir. Kári var óstöðvandi í 4. leikhluta, lék eins og sá sem valdið hefur. Valsmenn sigla þessu heim, voru betri í 3 leikhluta og það dugði. Lokatölur 82-76.

Kári Jónsson var yfirburðamaður á vellinum í dag, með 31 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Kristófer Acox var einnig drjúgur og svo var gaman að sjá Ástþór með sjálfstraustið til að taka af skarið.

Hjá Haukum var Giga með 20 stig og 11 fráköst, Hilmar Smári með 19 stig og 9 fráköst.

Næstu leikir eru að Valsmenn heimsækja Þór í Þorlákshöfn á meðan Haukarnir taka á móti Keflavík.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -