spot_img
HomeFréttirValur semur við Bandaríkjamann

Valur semur við Bandaríkjamann

Valur hefur samið við JuToreyia Willis um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild kvenna.

Körfuknattleiksdeild Vals skrifaði í dag undir samning við bandaríska leikstjórnandann JuToreyia Willis um að leika með liðinu á næsta tímabili í Subwaydeild kvenna. Fyrir það spilaði hún með Golden Tigers í Tuskegee háskólanum í Alabama þar sem hún skoraði yfir 1000 stig á ferli sínum en aðeins tveimur öðrum leikmönnum hefur tekist það. Golden Tigers unnu SIAC titilinn 2023 og var JuToreyia valin verðmætasti leikmaður úrslitaleiksins með 25 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst.

Fréttir
- Auglýsing -