spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaValur seig framúr í lokin gegn öflugum Blikum

Valur seig framúr í lokin gegn öflugum Blikum

Valur vann Breiðablik í Origo-höllinni í kvöld í Dominos deild kvenna, 88-78. Valsarar eru í þriðja sæti með fimm sigra eftir kvöldið en Blikar eru í sjöunda sæti með einungis tvo sigra.

Gangur leiks

Þrátt fyrir þennan mun á liðunum í töflunni var sigur Vals torsóttur. Gestirnir frá Kópavogi voru mun öflugri í byrjun, Liðið náði mest 15 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og leiddu 40-35 í hálfleik. Hægt og rólega sigu Íslandsmeistarar framúr í seinni hálfleik.

Frábær fjórði leikhluti skilaði Val að lokum tíu stiga sigri 88-78 eftir frábæra baráttu Blika.

Atkvæðamestar

Dagbjört Dögg Karlsdóttir var stigahæst í liði Vals með 21 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir var með 20 stig og 12 fráköst og þá var Helena Sverrisdóttir með 16 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.

Jessica Kay var öflugust í liði Blika með 18 stig og 6 stoðsendingar. Ísabella Ósk Sigurðardóttir var með 10 stig og 10 fráköst.

Hvað svo?

Nú er komið landsleikjahléi í deildinni. Eftir það leika bæði liðin 17. febrúar. Breiðablik fær Hauka í heimsókn og Valur mætir nýliðum Fjölnis.

Myndasafn (Eygló Anna)

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -