spot_img
HomeFréttirValur Reykjavíkurmeistari

Valur Reykjavíkurmeistari

23:52

{mosimage}
(Cecilia var stigahæst í kvöld)

Valsstúlkur urðu fyrr í kvöld Reykjavíkurmeistarar þegar þær lögðu KR að velli 64-40 í Vodafonehöllinni. Þar með vann Valur alla sína leiki í Reykjavíkurmótinu.

Valur lék án Signýjar Hermannsdóttur en þrátt fyrir það virtust þær ekki eiga í erfiðleikum með KR-inga. Stigahæst hjá Val var Cecilia Steinsen með 12 stig og Þórunn Bjarnadóttir skoraði 11 stig og tók 14 fráköst

Hjá KR var Hildur Sigurðardóttir stigahæst með 11 stig en hún hitti illa í kvöld. Setti aðeins þrjú af 22 skotum sínum. Hún einnig 13 fráköst.

mynd: Karfan.is

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -