Keflavík tók á móti Val í Subway deild karla í Blue höllinni í kvöld. Leikurinn byrjaði 10 mínútum of seint vegna tæknilegra erfiðleika á ritaraborði. Hörður Axel ennþá meiddur hjá heimamönnum og als óvíst hvort hann verði heill eitthvað á næstunni.
Gestirnir voru sterkari fyrstu mínúturnar og settu fyrstu 9 stig leiksins gegn steinsofandi heimamönnum. Hjalti tók leikhlé eftir tvær mínútur í stöðunni 0 – 7. Valur skoruðu strax eftir leikhlé en hann hefur eitthvað náð að tengja liðið við leikinn, því Keflavík skoruðu 9 stig í röð og jöfnuðu leikinn. Valur tók leikhlé og áttu síðan frábæran 2 – 12 kafla. Valsmenn með leikinn undir sinni stjórn í leikhlutanum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 16 – 25.
Keflavík byrjaði leikhlutann að krafti en gestirnir voru svöruðu vel fyrir sig og voru komnir með 13 stiga forystu þegar tvær og hálfmínúta voru liðnar af leikhlutanum. Eins og í fyrsta leikhluta héldu gestirnir vel á spilunum og höfðu svör við því sem heimamenn höðfu upp á að bjóða. En undir lok leikhlutans komust Keflavík meira og meira inn í leikinn. Það var eins og gestirnir væru eitthvað pirraðir á einhverju. Staðan í hálfleik 45 – 49.
Gestirnir mættu tilbúnir eftir hálfleik. Virtust í mun betra jafnvægi en í öðrum leikhluta og juku við forystuna sem var komin í 15 stig um miðbik leikhlutans. Heimamenn náðu aðeins að klóra í bakkann og forysta Vals var þó alltaf 10 stig eða meira. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta 71 – 81.
Valur byrjaði betur, settu 11 stig án vara frá Keflavík. Gerðu þannig lagað út um leikinn á fyrstu fjórum mínútum leikhlutans. Keflvíkingar settu aðeins tvö stig fyrstu 6 mínútur leikhlutans. Sannfærandi framistaða og sigur Vals í höfn. Lokatölur 80 – 111.
Valur er með sigrinum jafnir Njarðvík með 30 stig á toppi Subway deildarinnar. Keflavík hinsvegar búnir að stimpla sig út úr topp baráttunni og í bullandi hættu eftir 4 töp í röð að missa heimavallar réttinn í úrslitakeppninni.
Byrjunarlið:
Keflavík: Ólafur Ingi Styrmisson, Eric Ayala, Valur Orri Valsson, Igor Maric og Dominykas Mikla.
Valur: Hjálmar Stefánsson, Kristófer Acox, Pablo Cesar Bertone, Kári Jónsson og Callum Reese Lawson.
Hetjan:
Hjá heimamönnum átti Halldór Garðar fína innkomu. Kári Jónsson og Pablo Cesar Bertone stóðu upp úr hjá frábæru Valsliði.
Kjarninn:
Valsmenn voru við stýrið megnið af leiknum. Þeir létu leikin eitthvað fara í taugarnar á sér á köflum og þá komust Keflavík inn í leikinn. En Valur hélt haus, sóttu sigur og virtust ekkert hafa allt of mikið fyrir því.
Viðtöl:
Kári Jónsson
Finnur freyr Stefánsson
Hjalti Þór Vilhjálmsson