Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikstjórnanda Keflavíkur, Val Orra Valsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Keflavík heimsækir Tindastól í kvöld á Sauðarkrók. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er í beinni útsendingu hjá TindastóllTv.
Áður höfðum við fengið lista frá:
Valur:
White Iverson-Post Malone
Flottur gaur sem ákvað að henda í sig fléttum og út frá því henti hann í þetta lag, ofboðslega gott! Ættu allir að gefa því séns.
Change Locations-Drake & Future
Hef búið á mörgum stöðum, spilað með mörgum liðum og hittir þetta því beint í mark. Nei það er vitleysa, bara gott lag með tveimur sem eru á eldi.
Sorry-Justin Bieber
Kóngurinn í dag. Allt sem hann gerir er frábært.
Random-G Eazy
Það er eitthvað mjög flott við þetta lag, finnst það bara gott.
Redemption Song-Bob Marley
Róandi og algjör unun að hlusta á. Meistaraverk.
Ambition-Meek mill ft Rick Ross, Wale
Ég og Andri Dan tökum mjög oft rúnt fyrir leiki bara til að heyra þetta. Búið að koma okkur í gang núna í 3 ár.