spot_img
HomeFréttirValur Orri fer í Florida sólina

Valur Orri fer í Florida sólina

Enn kvarnast úr bakvarðasveit Keflavíkur en nú er það komið á hreint að Valur Orri Valsson mun koma til með að fara til Florida Institude of Technoligy nk. vetur og spila með "Pardus-unum" þar á bæ.  Valur mun hinsvegar þurfa að sitja fyrsta árið á tréverkinu í borgaralegum klæðum. "Ég hef verið frá skóla núna síðasta árið og þetta eru ákveðnar reglur hjá þeim þarna í háskólaboltanum." sagði Valur í samtali við Karfan.is

 

"Þetta er náttúrulega draumur að rætast og eitthvað sem hef unnið markvist að komast í.  Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu öllu eins og gefur að skilja." sagði Valur Orri ennfremur. 

 

FIT enduðu síðasta tímabil með 14 sigra og 16 töp og eru í 2.deild NCAA og koma til með að spila gegn Elvar Már Friðrikssyni og félögum í Barry háskólanum.  "Það verður gaman að spila auðvitað gegn Elvari og enn betra auðvitað að hann er ekki í nema rúmlega tveggja tíma fjarlægð frá mér þannig að það verður fínt að hafa hann þarna." sagði Valur að lokum. 

 

Fréttir
- Auglýsing -