spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaValur Orri eftir tapið gegn Þór "Þurfum að læra af þessum leik"

Valur Orri eftir tapið gegn Þór “Þurfum að læra af þessum leik”

Þór Þorlákshöfn gerði góða ferð til Keflavíkur þar sem liðið rúllaði heimamönnum upp í leik þar sem gestirnir voru sterkari frá byrjun. Lokatölur, 83-104 eftir að staðan í leikhléi var 44-55.

Hérna er meira um leikinn

Valur Orri Valsson leikstjórnandi Keflvíkinga var að vonum svekktur eftir tap sinna manna gegn Þórsurum og hafði þetta að segja í samtali við Körfuna eftir leik:

„Við mættum alveg andlausir í þennan leik; vorum einfaldlega bara litlir í okkur og það gengur ekki gegn svo sterku liði sem Þór er, og það á bara ekkert að gerast yfirhöfuð. Ég hef í raun enga skýringu á því hvers vegna við mættum til leiks svona kraftlausir. Það vantaði vissulega bæði Hörð Axel og Jaka Brodnik, en ég vil meina að við eigum alveg að geta brugðist við slíkum áföllum þar sem hópurinn okkar hefur yfir góðri breidd að ráða. Við þurfum að læra af þessum leik, og ég hef fulla trú á að við munum það.“

Fréttir
- Auglýsing -