Valur Orri Valsson og Guðlaug Björt Júlíusdóttir leika bæði með skólaliðum Florida Tech í bandaríska háskólaboltanum. Þau hefja leik um helgina en Valur og karlaliðið mæta Georgia Tech laugardaginn 3. nóvember.
Guðlaug og liðsfélagar í kvennaliðinu mæta Saint Thomas University föstudaginn 2. nóvember. Háskólaboltinn er að byrja með látum á næstu dögum og verður nóg við að vera hjá íslensku háskólanemunum ytra.