spot_img
HomeFréttirValur og Earl knésettu Þór

Valur og Earl knésettu Þór

 

Keflavík sigraði Þór frá Þorlákshöfn með 91 stigi gegn 83 í 12. umferð Domino´s deildar karla fyrr í kvöld á heimavelli sínum. Fyrir leikinn höfðu einhver skörð verið slegin í leikmannahóp Keflavíkur, en í hann vantaði fyrirliðann Magnús Þór Gunnarsson, en hann var víst heima með flensu. Keflvíkingar eru því sem fyrr á toppi deildarinnar með 20 stig á meðan að Þór eru í því 3. með 14.

 

 

Liðin höfðu áður mæst í opnunarleik deildarinnar í haust. Sá leikur var bráðfjörugur og réðst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Í hann vantaði Þór einn sinn sterkasta leikmann, Grétar Inga Erlendsson, en sá var mættur á parketið í kvöld.

 

Nokkur haustbragur var á leiknum í byrjun, þar sem að liðin skiptust á misheppnuðum sóknartilburðum og nokkur barátta var um hvort liðið næði að stjórna hraða leiksins. Augljóst var að að dagskipun liðanna var ólík. Þór ætlaði sér að nýt þá umfram hæð sem liðið hafði á heimamenn, en Keflavík reyndi allt hvað þeir gátu til þess að keyra hraðann upp í leiknum.

 

 

Mikið jafnræði var þó á með liðunumí 1. leikhlutanum sem endaði 16-17. Strax í 2. hlutanum fór Þór nokkuð vel af stað og voru komnir með 5 stiga forystu (18-23) þegar nokkrar mínútur voru liðnar af honum. Því svaraði Valur Orri Valsson fljótlega fyrir Keflavík með 7 stiga áhlaupi og kom Keflavík yfir 27-26.

 

Þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Keflavík 5 stigum yfir, 37-32. Atkvæðamestur fyrir heimamenn í fyrri hálfleiknum var áðurnefndur Valur Orri Valsson með 14 stig og 3 fráköst á meðan að fyrir gestina var það Ragnar Nathanaelsson sem dróg vagninn með 5 stig og 7 fráköst.

 

Í seinni hálfleiknum, undir forystu Vals, létu heimamenn svo kné fylgja kviði. Komu muninum í 12 stig í lok 3. leikhlutans (65-53) og mest 17 í þeim 4, en Þór náði aðeins að laga stöðuna aftur undir lokin með góðri 3-12 rispu, sem kom hreinlega bara alltof seint. Leikurinn endaði því með 8 stiga sigri heimamanna, 91-83.

 

 

Maður leiksins var leikmaður Keflavíkur, Earl Brown, en hann skoraði 34 stig, tók 11 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og varði 3 skot á þeim 37 mínútum sem hann spilaði í leik kvöldsins.

 

Myndasafn #1

Myndasafn #2

Tölfræði

 

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Davíð Eldur

Fréttir
- Auglýsing -